Hagnaður Carlsberg jókst um 39%

JOE RAY

Hagnaður danska bjórframleiðandans Carlsberg jókst um 39% á öðrum ársfjórðungi og nam 1,94 milljörðum danskra króna, 47 milljörðum íslenskra króna. Er þetta betri afkoma heldur en sérfræðingar höfðu spáð en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður Carlsberg 1,42 milljörðum danskra króna.

Á fyrsta ársfjórðungi var félagið, sem er fjórða stærsta brugghús heims, rekið með 212 milljón króna tapi.

Þrátt fyrir bætta afkomu hefur Carlsberg lækkað áætlaðar sölutölur fyrir árið í heild. Er nú gert ráð fyrir því að salan nemi 61 milljarði danskra króna en fyrri spá hljóðaði upp á 63 milljarða danskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK