Grunur um misnotkun

Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. Reuters

Fjármálaeftirlitið hefur sent mál er varða lánveitingar Kaupþings til Tortola-félaganna Holly Beach, í eigu Skúla Þorvaldssonar, og Trenvis LTD í eigu Kevin Stanford til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Bæði félögin voru stofnuð af Kaupþingi í ágúst 2008 og síðar skráð á þá Skúla og Stanford. Trenvis LTD fékk lán til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing á sama tíma og verðmyndun á markaði með skuldatryggingar Kaupþings var bankanum mjög óhagstæð. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í bréfi til vina og vandamanna í janúar á þessu ári að Kaupþing hefði gripið til þess ráðs að lána traustum viðskiptavinum til þess að kaupa tryggingarnar að tillögu Deutsche Bank. Skuldatryggingarálagið á Kaupþing hefði farið hækkandi og stjórnendur hefði grunað að verið væri að spila með tryggingarnar.

Jafnframt hefur mál er tengist kaupum bresku Gertner-fjölskyldunnar, á tveggja prósenta hlut í Kaupþingi í júní í fyrra, verið sent til sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun. Sigurður Einarsson sagði þegar kaupin voru kunngjörð að fjölskyldan hefði talið að evrópskir bankar væru almennt lágt verðlagðir og því hefði hún séð kauptækifæri í Kaupþingi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK