LR hættir að innheimta fyrir skilanefnd

Lögfræðistofa Reykjavíkur innheimtir ekki lengur kröfur á Exista fyrir hönd …
Lögfræðistofa Reykjavíkur innheimtir ekki lengur kröfur á Exista fyrir hönd skilanefndar Landsbankans. mbl.is/hag

Lögfræðistofa Reykjavíkur hefur hætt að vinna innheimtustörf fyrir skilanefnd Landsbankans gagnvart Exista og hefur skilað inn umboði sínu til skilanefndarinnar. Með þessu vill stofan skapa frið um störf skilanefndarinnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stofunni.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var Lögfræðistofa Reykjavíkur með innheimtusamning fyrir skilanefndina gagnvart Exista. DV greindi frá því að stofan gæti tekið 250 milljónir króna í þóknun á grundvelli samningsins, en Lárentsínus Kristjánsson, einn eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur, er formaður skilanefndar Landsbankans.

Eftir að málið kom upp í fjölmiðlum sendi skilanefndin frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Lárentsínus hefði vikið sæti þegar innheimtusamningurinn kom til umfjöllunar í nefndinni.

Lárentsínus Kristjánsson
Lárentsínus Kristjánsson mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK