Carnegie rekur yfirmann

Carnegie
Carnegie

Fjárfestingarbankinn Carnegie hefur sagt Lars-Christian-Brask upp störfum en hann var forstöðumaður danska hluta einkabankaþjónustu bankans. Carnegie var þangað til í haust að hluta í eigu Moderna Finance Group, sem var fjárfestingarfélag Milestone í Svíþjóð.

Á vef danska viðskiptablaðsins Børsen er haft eftir Brask, sem hefur unnið hjá Carnegie undanfarin fjögur ár, að uppsögnin hafi komið honum á óvart en að hann óski Carnegie bankanum alls hins besta í framtíðinni.  

Carnegie rekur einkabankaþjónustu í Svíþjóð, Danmörku, Lúxemborg og Sviss. Børsen hefur eftir forstjóra Carnegie í Danmörku, Peter Hansen, að bankinn hafi verið að leita eftir aukinni samræmingu milli útibúanna. Í því sambandi hafi Carnegie viljað fá nýja ásýnd og í því hafi Brask ekki verið inni í framtíðaráformum bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK