Karl og Guðmundur yfirheyrðir

Grunur leikur á að stjórnendur og eigendur Sjóvár hafi með …
Grunur leikur á að stjórnendur og eigendur Sjóvár hafi með fjárfestingum farið út fyrir heimildir sínar. mbl.is/ÞÖK

Karl Wernersson, eigandi Milestone, og Guðmundur Ólason, fyrrum forstjóri félagsins, hafa báðir verið yfirheyrðir með stöðu grunaðs manns í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjóvá, samkvæmt heimildum mbl.is. Sjóvá var dótturfélag Milestone.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag hafa nokkrir verið yfirheyrðir með stöðu grunaðs og er Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, meðal þeirra sem hafa verið yfirheyrðir með slíka réttarstöðu.

Rannsókn sérstaks saksóknara, sem er mjög umfangsmikil og flókin, er vel á veg komin og beinist að umboðssvikum, en grunur leikur á að stjórnendur og eigendur Sjóvár hafi með fjárfestingum farið út fyrir heimildir sínar. Embættið framkvæmdi sem kunnugt er húsleitir fyrr í sumar hjá stjórnendum og eigendum tryggingafélagsins í þágu rannsóknarinnar.

Umboðssvik eru refsiverð samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga og geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Umboðssvik er svokallað hættubrot, þannig að það telst fullframið ef sannað er að hætta á tjóni hafi skapast. Þannig að það skiptir í reynd ekki máli hvort verðmæti hafi farið forgörðum.

35,5 milljarða tap vegna fjárfestinga

Tap Sjóvár vegna fjárfestinga nam 35,5 milljörðum króna á síðasta ári. Svokallaðar fjárfestingafasteignir félagsins voru orðnar um 77% af öllum eignum þess um síðustu áramót. Áður en Milestone eignaðist félagið fyrir þremur árum voru þær minna en einn hundraðshluti af eignum þess. Í lok síðasta árs uppfyllti Sjóvá ekki kröfur um lágmarksgjaldþol né átti félagið eignir til að jafna vátryggingaskuld.

Í yfirlýsingu frá Sjóvá, vegna umfjöllunar Morgunblaðsins á laugardaginn, segir að vátryggingartakar og tjónþolar hafi ekki beðið neinn fjárhagslegan skaða í tengslum við fjárfestingar fyrirtækisins undir stjórn fyrri eigenda. Komið hafi verið í veg fyrir það.

Guðmundur Ólasson, t.v og Karl Wernersson, fyrir miðju.
Guðmundur Ólasson, t.v og Karl Wernersson, fyrir miðju. mbl.is/Atli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK