Engar afskriftir hjá Magnúsi

Viðræður standa yfir milli skilanefndar Landsbankans og félaga í eigu …
Viðræður standa yfir milli skilanefndar Landsbankans og félaga í eigu Magnúsar Kristinssonar. mbl.is

„Þetta er kolrangt. Skilanefnd Landsbankans hefur ekki samið um að afskrifa nein lán hvorki hjá hans félögum eða hjá honum persónulega,“ segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, um fréttir um niðurfellingu lána Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum.

DV segir í dag frá því að Magnús hafi samið við skilanefnd Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við Landsbankann verði afskrifaður. Hann muni þurfa að greiða þrotabúi gamla Landsbankans það litla sem hann var persónulega ábyrgur fyrir. Páll Benediktsson segir að frétt DV sé röng.

Aðspurður segir Páll að viðræður standi yfir milli skilanefndar Landsbankans og félaga í eigu Magnúsar. Bankinn hafi unnið að því að ná sem mestum verðmætum út úr undirliggjandi eignum vegna lána til Magnúsar. „Það standa yfir viðræður sem ekki er komin nein niðurstaða í, en skilanefndin mun ganga hart og ákveðið fram í því að fá sem mest upp í kröfur,“ segir Páll.   

Magnús Kristinsson.
Magnús Kristinsson. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK