Hvert fóru Icesave-peningarnir?

Þjóðin ber ekki mikinn kærleik í hjarta til hins dýrkeypta …
Þjóðin ber ekki mikinn kærleik í hjarta til hins dýrkeypta Icesave sem þáverandi bankastjóri Landsbankans kallaði eitt sinn tæra snilld. Ómar Óskarsson

Í umræðunni um Icesave-reikninga Landsbankans hefur þeirri spurningu margoft verið varpað fram hvað orðið hafi um peningana, sem bankinn fékk með þessum hætti. Til þeirra var stofnað í október 2006, en bankinn lagði aukna áherslu á verkefnið eftir að möguleikar hans til fjármögnunar á fjármálamörkuðum takmörkuðust mjög um mitt ár 2007.

Bankastjórar Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Árnason, hafa báðir sagt að féð, sem bankinn fékk í gegnum Icesave-reikningana í Bretlandi, hafi verið notað til útlána þar í landi. Hafa ber hins vegar í huga að Icesave-peningarnir voru ekki öðruvísi á litinn en aðrir peningar sem um hendur bankans fóru. Því er varasamt að tala um að Icesave-peningar hafi farið í þetta eða hitt.

Stóðu undir útlánunum

Síðustu upplýsingar sem gefnar voru út um efnahag Landsbankans fyrir hrun komu fram í sex mánaða uppgjöri hans. Þar segir að heildarinnlán frá viðskiptavinum öðrum en fjármálafyrirtækjum hafi numið 1.617 milljörðum króna og að 60% innlána hafi komið frá Bretlandi, eða 970 milljarðar króna.

Á sama tímapunkti námu útlán til viðskiptavina í Bretlandi 538 milljörðum króna. Bresku innlánin voru bæði tilkomin vegna Icesave-reikninganna og einnig önnur innlán í útibúi bankans í London og í Heritable, dótturfélagi hans.

Ef miðað sé við að svipuð fjárhæð hafi verið á Icesave-reikningum í lok júní og við hrun bankans, eða um fjórir milljarðar punda, námu bresku Icesave-innstæðurnar á þessum tímapunkti um 630 milljörðum króna. Samkvæmt þessu má því segja að stærstur hluti Icesave-peninganna hafi farið í bresk útlán. En einnig mætti taka svo til orða að Icesave-innstæðurnar hafi staðið undir útlánum bankans í Bretlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK