Segja rangt að Hagar séu í gjörgæslu

Forstjóri Haga segir rangt, að félagið sé í gjörgæslu eins og sagt sé í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Þvert á móti hafi rekstur Haga gengið vel og ljóst sé að félagið geti staðið við allar sínar skuldbindingar.   

„Nýliðinn júlímánuður var einn sá besti í sögu félagsins.  Því er augljóst að stefna félagsins að bjóða sama verð um land allt fellur viðskiptavinum vel.
 
Hagar harma að Morgunblaðið skuli vinna með þessum hætti, þar sem augljóst er að markmið blaðsins er að kasta rýrð á öflugt og traust fyrirtæki, sem er í góðum rekstri.  Afstaða Morgunblaðsins gagnvart félaginu og framsetning á umræddri frétt er með ólíkindum, þar sem í fréttinni kom skýrt fram hjá undirrituðum að verið er að framkvæma árlegt virðisrýrnunarpróf vegna ársuppgjörs félagsins.  Virðisrýrnunarpróf er viðamikil úttekt á rekstri og efnahag fyrirtækja og hluti af reikningsskilum.  Virðisrýrnunarpróf er ein af forsendum þess að endurskoðendur undirriti ársreikninga félagsins.  Í ár er prófið framkvæmt af fyrirtækjaráðgjöf Nýja Kaupþings, en í síðasta uppgjöri var prófið framkvæmt af Capacent.  Virðisrýrnunarprófið í ár staðfestir traustan rekstur félagsins," segir í tilkynningu, sem Finnur Árnason, forstjóri Haga, skrifar undir.

Aths. ritstj.

Morgunblaðið byggir frétt sína á áreiðanlegum heimildum og stendur við hana í einu og öllu. Í henni er sagt frá staðreyndum; engin afstaða til fyrirtækisins kemur fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK