Íslenskir ferðamenn eyða meiru en erlendir

Þótt erlendir ferðamenn verji fleiri krónum í þjónustu hér á landi en á undanförnum áru eru Íslendingar enn duglegir að nota gjaldeyri á ferðalögum sínum erlendis. Þetta má lesa úr tölum, sem Hagstofan birti í dag um þjónutuviðskipti við Ísland.

Samkvæmt tölunum keyptu erlendur ferðamenn þjónustu hér á landi fyrir 30 milljarða króna á fyrri hluta ársins en íslenskir ferðamenn hafa varið 39 milljörðum króna í útlöndum á sama tíma. 

Hagfræðideild Landsbankans segir í Hagsjá sinni í dag, að ahugavert verði að fylgjast með þróuninni á þriðja og fjórða ársfjórðungi að lokinni ferðamannavertíð þar sem búast megi við færri ferðamönnum hingað til lands og færri utanferðum Íslendinga.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK