Krónan of lágt skráð

Már Guðmundsson.
Már Guðmundsson. mbl.is/Kristinn

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir við fréttastofuna Bloomberg, að gengi íslensku krónunnar sé of lágt þótt í gildi séu gjaldeyrishöft og að afgangur hafi verið á vöruskiptum undanfarna 11 mánuði. Már segist ekki sannfærður um að krónan sé heppilegasti gjaldmiðillinn fyrir Ísland til lengri tíma litið.

Már segir, að helsta verkefni Seðlabankans sé nú að finna tækifæri til að lækka vexti með hagsmuni efnahagslífsins í huga án þess að það auki þrýsting á gengi krónunnar. Jafnframt þurfi að hefja afnám gjaldeyrishaftanna.

„Ég er ekki sannfærður um að krónan sé heppileg fyrir Ísland til lengri tíma litið," segir Már við Bloomberg. „Það er erfitt að hafa sjálfstæða peningamálastefnu á sama tíma og Ísland tengist öðrum löndum fjárhagslega og efnahagslega. Þess vegna væri ráð að kanna hvort Ísland geti tekið þátt í gjaldeyrissamstarfi; en sú ákvörðun er auðvitað pólitísk."

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK