Tapa 117 milljörðum króna vegna gjaldþrots Eimskips

mbl.is/Friðrik

Þeir sem áttu ótryggðar kröfur í Eimskipafélagi Íslands munu tapa um 117 milljörðum króna vegna gjaldþrots fyrirtækisins. Hæstu kröfuna átti gamli Landsbankinn. Einnig áttu lífeyrissjóðirnir þó nokkuð af kröfum í Eimskip. Hins vegar hefur kröfuskráin ekki enn verið gerð opinber og hefur Morgunblaðið ekki nákvæmar upplýsingar um afskriftir hvers og eins kröfuhafa.

Garðar Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og umsjónarmaður með nauðasamningsgerð Eimskips, segir að ótryggðar kröfur hafi numið tæpum 133 milljörðum króna.

Þeir sem áttu þessar kröfur hafa nú samþykkt nauðasamning sem felur í sér afskrift allra þessara skulda Eimskips. Í staðinn fær hver og einn kröfuhafi afhent hlutafé í Nýja Eimskipi sem svarar til tæplega 12% af verðmæti kröfu sinnar. Það þýðir að ef Eimskip skuldaði til dæmis lífeyrissjóði þúsund milljónir fær sjóðurinn andvirði 119 milljóna í formi hlutabréfa.

Allir kröfuhafar samþykktu að fara þessa leið, bæði miðað við höfðatölu og fjárhæð krafna. Þeir sem eru andsnúnir því að staðfesta nauðasamninginn eiga að mæta í héraðsdóm Reykjavíkur á föstudaginn kl. 11 þegar krafa um staðfestingu verður tekin fyrir. Afhenda á hlutabréfin innan 30 daga frá staðfestingu samningsins.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu 29. mars sl. kom fram að lífeyrissjóðirnir hefðu vanmetið niðurskrift fyrirtækjaskuldabréfa. Í kjölfarið sendi Lífeyrissjóður verzlunarmanna frá sér yfirlýsingu og sagði að umfjöllunin ætti ekki við stöðu þess sjóðs. Skuldabréf Eimskips hefðu til að mynda verið færð niður um 60%. Nú er ljóst að það var vanmat hjá stjórnendum lífeyrissjóðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK