Verulegt áhyggjuefni

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir að veiking krónunnar hafi …
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir að veiking krónunnar hafi sett strik í reikninginn varðandi verðbólguþróunina. Þorkell Þorkelsson

Vísitala neysluverðs hækkaði ívið minna en margir bjuggust við, en hækkunin er engu að síður veruleg, að sögn Ólafs Darra Andrasonar, hagfræðings Alþýðusambands Íslands. „Verðbólgan er í rétt tæpum ellefu prósentum sem er verulegt áhyggjuefni,“ segir hann.

Hagstofa Íslands birti í morgun mælingu á vísitölu neysluverðs fyrir ágúst. Þar kom fram að vísitalan hækkaði um 0,52% frá fyrra mánuði, en án húsnæðisliðarins hækkaði  vísitalan um 0,68%. Verðbólgan mælist 10,9% síðastliðna 12 mánuði.

„Það jákvæða er að verðbólgan er á niðurleið,“ segir Ólafur Darri. „Hins vegar spáðum við því fyrr á árinu að verðbólgan myndi ganga hraðar niður. Það sem setur strik í reikninginn er veiking krónunnar. Stóra áhyggjuefnið er að krónan er miklu veikari en vonir stóðu til og hún hefur verið að veikjast áfram. Stærsta verkefnið er því hvernig hægt er að snúa þessari þróun við.“

Ólafur Darri segir að veiking krónunnar hafi mjög mikið að segja fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, því reikna megi með að um 40% af veikingu krónunnar komi beint inn í verðlagið fljótlega á eftir. „Á meðan við náum ekki tökum á veikingu krónunnar sjáum við því verðbólguna ekki ganga nógu hratt niður. Það þýðir að vextirnir eru háir og verðbólgan leggst þungt bæði á heimilin og fyrirtækin. Stóra málið er því hvernig hægt er að auka trúverðugleikann og styrkja krónuna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK