Taldi ekki ríkisábyrgð á Icesave-reikningum

Sigurjón Þ. Árnason.
Sigurjón Þ. Árnason. mbl.is/Sverrir

Sigurjón Þ. Árnason,  fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann hefði á sínum tíma ekki talið að ríkisábyrgð væri á Icesave-reikningum Landsbankans. Ekki hefði verið minnst á slíka ábyrgð í lögum.

Sigurjón sagði, að það hefði verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar að óska eftir ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum; hefði hún verið fyrir hefði ekki þurft að setja um hana lög. Sem betur fer hefðu verið settir fyrirvarar sem væru til bóta.

Þegar Sigurjón var spurður hvort hann byggist við því, að stjórnvöld muni höfða skaðabótamál á hendur honum á þeirri forsendu, að hann hefði unnið  ríkinu og almenningi í landinu fjárhagslegt tjón með athöfnum sínum í aðdraganda bankahrunsins og í því.

Sigurjón svaraði að forustumenn Landsbankans hefðu talið sig vera að vinna að hagsmunum bankans og almennings og unnið í samræmi við þær reglur, sem voru í gildi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK