Allar upplýsingar uppi á borðum

Joseph Stiglitz
Joseph Stiglitz mbl.is/Golli

 Það er algjört grundvallaratirði að allt sé uppi á borðum í tengslum við samninga um nýtingu á orkulindum og öðrum náttúruauðæfum. Þetta sagði Joseph Stiglitz í lokaávarpi sínu á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag.

Stiglitz sagði skiljanlegt að erlendir fjárfestar sem koma hingað til lands og fjárfesta til að mynda í orkugeiranum, vilji græða sem mest. Íslendingar ættu hins vegar ekki að selja aðgang að auðlindum sínum án þess að verðið liggi algjörlega ljóst fyrir og sé opinbert. Menn beri gjarnan við viðskiptaleyndarmálum. „Þið ættuð ávallt að vita á hvað þið eruð að selja rafmagnið,“ sgaði hann.

„Algjört grundvallaratriði er að allt sem snertir orku og náttúruauðlindir liggi opinberlega fyrir. Fólkið verður að njóta ávinningsins,“ sagði Stiglitz að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK