Jón Ásgeir: Átti aldrei hlutabréf í Baugi

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Jón Ásgeir Jóhannesson segir að hann hafi aldrei átt hlutabréf í Baugi Group hf. heldur hafi hlutabréfin verið eign Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. Hvorki hann né neinn annar hafi verið í persónulegri ábyrgð vegna skulda Gaums, sem voru greiddar þegar félagið 1998 ehf. keypti Haga hf. af Baugi sumarið 2008.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Jón Ásgeir hefur sent frá sér í dag vegna fréttaflutnings af sölu Baugs Group á hlutafé í Högum.

Jón Ásgeir segir einnig, að þrotabú Baugs Group eigi erfitt verk fyrir höndum en á því hvíli að sanna að um svonefndan gjafagerning hafi verið að ræða þegar 1998 keypti Haga af Baugi.

Jón Ásgeir segir, að Baugur Group hafi sumarið 2008 verið gjaldfært félag. Viðskiptin hafi verið samþykkt á hluthafafundi félagsins með samþykki allra hluthafa auk þess sem allir stærstu lánardrottnar félagsins hafi vitað af og/eða samþykkt samninginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK