Eignir metnar á 775 milljarða

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Skilanefnd Kaupþings banka mat eignir bankans á 775 milljarða króna þann 30. júní sl. en í lok síðasta árs voru þær metnar á 666 milljarða króna. Er þetta aukning um rúm 16% eða 109 milljarða á sex mánuðum. Þetta kemur fram í nýjum fjárhagsupplýsingum um bankann.

 Hærra verðmat skýrist einkum af virðisaukningu á lánasafni til viðskiptavina bankans en gengisbreytingar höfðu einnig áhrif til hækkunar.

Í ljósi erfiðra skilyrði á mörkuðum sem sköpuðust í kjölfar fjármálakreppunnar tók skilanefnd Kaupþings þá ákvörðun að selja ekki eignir heldur styðja við þær þar til markaðsaðstæður yrðu hagstæðari eða viðunandi verð fengist fyrir þær.

Innlán útibúa Kaupþings erlendis hafa verið greidd og því munu engar slíkar kröfur lenda á íslenskum skattgreiðendum. Mat á eignum og skuldum bankans miðast við 30. júní 2009 og ekkert mat er lagt á hugsanlegt framtíðarvirði eignasafnsins á næstu árum eða endurheimtur upp í þær kröfur sem kröfuhafar kunna að eiga á bankann.

Uppgreiðslur, afborganir og vaxtagreiðslur af heildarlánasafni bankans frá 21. október nema rúmum 100 milljörðum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK