Mörgum spurningum ósvarað

Sigrún Davíðsdóttir.
Sigrún Davíðsdóttir.

Það er mörgum spurningum ósvarað varðandi starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi, þar á meðal hvers vegna þeir fengu að starfa óhindrað. Þetta segir Sigrún Davíðsdóttir, blaðamaður í grein á vef breska blaðsins Daily Telegraph í kvöld.

Sigrún segir, að breska fjármálaráðuneytið hafi enn ekki svarað mörgum áleitnum spurningum, svo sem: Hvers vegna voru innlánsreikningar bæði hjá Heritable banka, dótturfélagi Landsbankans, og Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings, fluttir með valdi 8. október í fyrra yfir til hollenska bankans ING, banka sem hollenska ríkið þurfti að bjarga frá falli nokkrum dögum síðar.

„Það voru líklega leyndir hagsmunir í húfi: ING var enn ein ógnunin við hið viðkvæma breska fjármálakerfi, bankinn fékk fjárhagslega aðstoð fyrir að greiða ur íslenska vandamálinu og þess vegna styrktist hann - þar til hollenska ríkisstjórnin kom honum til hjálpar. En með því að nota ING leysti breska fjármálaráðuneytið tvö vandamál í einu.

Nú, ári síðar, telja margir seðlabankastjórar í Evrópusambandinu að Ísland hafi óverðskuldað orðið fyrir barðinu á óskýrum Evrópusambandstilskipunum um innlánstryggingar, sem leiddu til þess að Ísland þarf að kljást við Icesave-skuldirnar. Íslenska ríkisstjórnin hefur ekki upplýst hvað hún vissi um aðgerðir breskra stjórnvalda 3. október - og hugsanlega fyrr ef Seðlabanki Íslands vissi að breska fjármálaeftirlitið hafði gripið til aðgerða gegn Kaupþingi áður hann veitti Kaupþingi 500 milljóna evra lán.

Það er óljóst hvers vegna breska ríkisstjórnin var jafn andvaralaus sumarið 2008m og raun bar vitni. Ríkisstjórnin hefur þagað um hvers vegna hollenski bankinn var notaður, hvað leiddi til þess að hryðjuverkalögunum var beitt - og það er enn ráðgáta hvers vegna íslenskun bönkunum var leyft að starfa óáreittum í Bretlandi," segir Sigrún.  

Greinin í Daily Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK