DSB gjaldþrota

Hollenski seðlabankastjórinn Nout Wellink og fjámálráðherrann Wouter Bos.
Hollenski seðlabankastjórinn Nout Wellink og fjámálráðherrann Wouter Bos. UNITED PHOTOS

Hollenski bankinn DSB var í morgun úrskurðaður gjaldþrota. Hann var í síðustu viku settur undir stjórn seðlabanka Hollands til þess að koma í veg fyrir áhlaup á bankann. Þá var gefinn frestur til að finna nýjan eiganda að bankanum. Sá frestur rann út í dag og reyndust tilraunir bankans árangurslausar.

Fyrir helgi var haft eftir seðlabankastjóra Hollands, Nout Wellink, að á undanförnum vikum hafi sparifjáreigendur hjá DSB tekið út um 600 milljónir evra, 111 milljarða króna. Það hafi skapað hættu á falli DSB. Þeir sem áttu innistæður í bankanum fá greitt samkvæmt lögum um innistæðutryggingar, að hámarki 100 þúsund evrur.

ATH - tala leiðrétt um endurgreiðslu er 100 þúsund evrur ekki 10 þúsund evru líkt og fram kom í fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK