Sektaður fyrir að lesa póst starfsmanna

Hartmut Mehdorn forstjóri Deutsche Bahn þurfti að segja af sér …
Hartmut Mehdorn forstjóri Deutsche Bahn þurfti að segja af sér eftir að í ljós kom að tölvupóstur starfsmanna var lesinn Reuters

Þýsku járnbrautirnar, Deutsche Bahn, eiga yfir höfði sér að þurfa að greiða sekt fyrir að lesa tölvupóst starfsmanna. Talsmaður fyrirtækisins staðfesti þetta í samtali við AFP án þess að gefa upp um hve háa fjárhæð er að ræða.

Þýska dagblaðið Sueddeutsche Zeitung segir að Persónuvernd hafi gert fyrirtækinu að greiða 1,1 milljón evra, 204 milljónir króna í sekt fyrir að að brjóta á rétti starfsmanna með því að lesa tölvupóst þeirra. 

Forsvarsmenn Deutsche Bahn hafa viðurkennt að tölvupóstur starfsmanna hafi verið lesinn en það hafi verið gert til þess að reyna að koma upp um vanrækslu starfsmanna í viðskiptum við birgja fyrirtækisins.

Í Þýskalandi er það litið alvarlegum augum ef einkalíf fólks er ekki virt. Til að mynda sagði forstjóri Deutsche Bahn, Hartmut Mehdorn, af sér vegna málsins þegar það komst í hámæli í febrúar sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK