Sala á bréfum í Glitni rannsökuð

Embætti sérstaks saksóknara hefur fengið til rannsóknar viðskipti Guðbjargar Matthíasdóttur með hlutabréf í Glitni, sem áttu sér stað í vikunni áður en því var lýst yfir að ríkið yfirtæki 75% hlut í bankanum gegn því að leggja bankanum til nýtt hlutafé. Þetta kemur fram á vefnum pressunni.is.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir þar að kæra hafi borist frá Fjármálaeftirlitinu vegna málsins. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að Fjármálaeftirlitið rannsakaði söluna í nokkurn tíma og sendi málið svo til sérstaks saksóknara í sumar. Rannsóknin muni vera á byrjunarstigi.

Guðbjörg seldi 1,71% hlut sinn í Glitni föstudaginn 26. september. Fram kom í fréttum sl. vetur, að gerður hafi verið söluréttarsamningur um þennan hlut sem gilti í eitt ár þegar Glitnir keypti hlut Guðbjargar í Tryggingamiðstöðinni í september 2007.

Guðbjörg er aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og er hluthafi í Þórsmörk,  sem keypti Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK