Yfir 100 bankar í þrot

Bandaríska fjármálaeftirlitið lokaði í gær sjö bönkum, þar á meðal þremur þremur litlum bönkum í Flórída. Eru þar með orðnir yfir eitthundrað bankarnir sem hrunið hafa í Bandaríkjunum af völdum fjármálakreppunnar.

Áætlað er að kostnaður hins bandaríska tryggingasjóðs innstæðueigenda vegna fallinna banka sé orðinn 25 milljarðar dollara í ár. Fleiri bönkum hefur verið lokað á árinu í Bandaríkjunum en á nokkru ári frá 1992. Þá fóru  181 banki á hausinn en í ár eru þeirorðnir 106.

Sjóðurinn tryggir innstæður sparifjáreigenda fyrir allt að 250.000 dollara á hvern reikning.

Talið er að ekki sjái fyrir endann í þessum efnum og fleiri bankar eigi eftir að leggja upp laupana fyrir áramót vegna taps á lánastarfsemi.

Margir hinna föllnu banka eru smáir að sniðum, nokkurs konar hverfisbankar eða sparisjóðir sem liðu fyrir að smáfyrirtæki og einstaklingar endurgreiddu ekki lán eftir að fjármálakreppan skall á.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK