Börnum var lánað til að kaupa stofnbréf

Tugir stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði eru að undirbúa málssókn á hendur Íslandsbanka vegna lána, sem Glitnir veitti fyrir stofnfjáraukningu í Byr árið 2007. Fram kemur í Viðskiptablaðinu, að meðal þeirra sem Glitnir lánaði voru ófjárráða börn.

Blaðið segir, að lánin til barnanna hafi verið veitt eftir að foreldrar þeirra höfðu leitað eftir samþykki fyrir því hjá sýslumanni að skrá börnin fyrir nýju stofnfé í sjóðnum.

Haft er eftir Hróbjarti Jónatanssyni, lögmanni, sem er að undirbúa málið fyrir stofnfjáreigendurna, að í þeim hópi sé 12 ára gamalt barn sem fékk sex milljóna króna lán. Málið hafi verið kynnt þannig á sínum tíma, að stofnbréfin og arðgreiðslur væru aðeins að veði. Íslandsbanki, sem yfirtók lán Glitnis eftir að síðarnefndi bankinn féll, líti hins vegar svo á að hann hafi ríkari rétt til þess að ganga að þeim sem lánin fengu en sitja nú uppi með verðlitla eða verðlausa stofnfjáreign.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK