Stærsta farþegaskip heims kostaði 160 milljarða

Oasis of the Seas í Turku.
Oasis of the Seas í Turku.

Stærsta farþegaskip heims, Oasis of the Seas, lætur á morgun úr höfn í Turku í Finnlandi þar sem það hefur verið sex ár í smíðum og kostar sem svarar 160 milljörðum króna.

Frá Turku siglir Oasis of the Seas til heimahafnar sinnar í Fort Lauderdale í Flórída en það er í eigufarþegaskipafélagsins Royal Caribbean. Fyrsta ferð þess með farþega verður svo farin 5. desember.

Skipið var afhent eigendum sínum í Turku í gær, miðvikudag, en það var smíðað í skipasmíðastöðinni STX þar í bæ. 

Oasis of the Seas er langstærsta skip sinnar tegundar og byltingarkennt að allri hönnun og öllum búnaði. Það er 16 hæða og sú efsta 65 metrum yfir sjávarfletinum. Skipið er 225 þúsund tonn, 360 metra langt og 47 metra breitt.

Alls getur skipið flutt 6.360 farþega en um borð eru t.d. 2.700 tveggja manna herbergi. Í áhöfn þess verða 2.160 manns. 

Systurskip Oasis of the Seas, Allure of the Seas, er í smíðum í Turku. Gert er ráð fyrir afhendingu þess að ári.


Oasis of the Seas á reynslusiglingu við Finnlandsstrendur.
Oasis of the Seas á reynslusiglingu við Finnlandsstrendur.
Oasis of the Seas er 360 metra langt og gnæfir …
Oasis of the Seas er 360 metra langt og gnæfir 65 metra yfir sjó.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK