Ríkissjóður greiðir hæstu göldin

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. Reuters

Ríkissjóður Íslands greiðir hæstu opinberu gjöldin í Reykjavík samkvæmt álagningu skattstjórans þar. Ríkissjóður greiðir 6,1 milljarð króna í opinber gjöld, Exista Trading greiðir 1,52 milljarða og Reykjavíkurborg 1,51 milljarð samkvæmt álagningarskránni.

Gjöldin sem ríkissjóður og Reykjavíkurborg greiða eru tryggingagjald en gjöld Exista Trading eru vegna tekjuskatts.

Alls greiða lögaðilar í Reykjavík 28,6 milljarða króna í tryggingagjald og  25 milljarða króna í tekjuskatt fyrir árið 2008. Þá greiða þau 324 milljónir í fjármagnstekjuskatt og 252 milljónir í útvarpsgjald. Alls greiða lögaðilar 54,7 milljónir króna í opinber gjöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK