Þúsundir krafna í þrotabú Landsbankans

Höfuðstöðvar Landsbankans.
Höfuðstöðvar Landsbankans.

Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú gamla Landsbankans rann út á miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn bankans í gær verður ekkert upplýst um kröfurnar fyrr en á fundi með kröfuhöfum bankans 23. nóvember næstkomandi en ljóst er að kröfurnar skipta þúsundum.

Fram að þeim fundi mun slitastjórn fara yfir og meta kröfurnar og munu kröfuhafar fá á þeim fyrstu kynningu. Engu að síður liggur nokkuð ljóst fyrir að stærsta krafan verður frá Tryggingasjóði innistæðueigenda vegna Icesave-reikninganna, eða um 670 milljarðar króna. Jafnframt má búast við kröfum frá tryggingasjóðum í Hollandi og Bretlandi vegna Icesave.

Skilanefnd Kaupþings hefur svo fengið lengri frest til að taka ákvörðun um aðkomu kröfuhafa að Nýja-Kaupþingi en fresturinn átti að renna út í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK