Tugmilljarða afskriftir?

Finnur Sveinbjörnsson, forstjóri Nýja Kaupþings, segir í samtali við Morgunblaðið að engar afskriftir hafi enn átt sér stað á skuldum 1998 ehf., eigenda smávöruverslanakeðjunnar Haga. Finnur játti því hvorki né neitaði að afskriftir myndu mögulega eiga sér stað hjá 1998, í samtali við Morgunblaðið.

Í verklagsreglum Nýja Kaupþings um úrlausnir á skuldavanda fyrirtækja segir, að áframhaldandi þátttaka eigenda og stjórnenda byggist á því að þeir njóti trausts og þyki mikilvægir fyrir framtíð fyrirtækisins. Finnur segir að innan bankans sé í einu og öllu farið eftir áðurnefndum verklagsreglum. Jafnframt segir hann 1998 ekki njóta sérmeðferðar hjá Nýja Kaupþingi við úrlausn sinna skuldamála.

Skuld 1998 við Nýja Kaupþing nemur 48 milljörðum króna, en skuldin stofnaðist þegar 1998 keypti Haga af Baugi á síðasta ári. Hagar eru eina eign 1998, en Hagar skulduðu 22 milljarða króna í lok ágúst 2008 sé miðað við árshlutauppgjör frá þeim tíma. Högum var því væntanlega ætlað að standa undir sínum eigin skuldum sem og skuldum 1998, en þær nema á áttunda tug milljarða.

Í áðurnefndum verklagsreglum bankans segir að skuldir fyrirtækja séu ekki felldar niður eða þeim breytt í hlutafé nema önnur úrræði séu fullreynd eða ekki talin líkleg til árangurs.

Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu í dag og tjá sig þar bæði þingmenn og ráðherrar um það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK