Verðbólgan 8,6%

Fatnaður og skór hafa hækkað í verði eftir að útsölum …
Fatnaður og skór hafa hækkað í verði eftir að útsölum lauk í haust mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í nóvember 2009 hækkaði um 0,74% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði hún 0,96% frá október. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,6% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 12,5%. Hefur verðbólgan, mæld á tólf mánaða tímabili ekki mælst jafn lítil og frá því í mars 2008 er hún var 8,7%.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% sem jafngildir 11,2% verðbólgu á ári (12,3% fyrir vísitöluna án húsnæðis), að því er segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Verð á fatnaði og skóm hækkaði um 3,4%

Verð á fötum og skóm hækkaði um 3,4% (vísitöluáhrif 0,20%) og verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 3,5% (0,17%). Þá hækkaði verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 4,2% (0,14%) og verð dagvöru hækkaði um 0,6% (0,10%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 14,5% (-0,14%).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í nóvember 2009, sem er 356,2 stig gildir til verðtryggingar í janúar 2010. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.033 stig fyrir janúar 2010.

Meiri hækkun en spáð var

Hagdeild Landsbankans og IFS Greining spáðu því að vísitala neysluverðs myndi hækka m 0,5% í nóvember frá síðasta mánuði. Það hefði þýtt að tólf mánaða verðbólgan væri 8,4% en ekki 8,6% líkt og nú hefur komið í ljós.

Greining Íslandsbanka spáði því vísitala neysluverðs  myndi hækka um 0,6% í nóvember. Það hefði jafngilt 8,5% verðbólgu.

Hér er hægt að skoða nánari útlistun á vísitölu neysluverðs á vef Hagstofu Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK