1.150 störf í hættu hjá Borders bóksölunni

Bókaverslanakeðjan Borders UK er komin í þrot
Bókaverslanakeðjan Borders UK er komin í þrot Reuters

Breska bóksalan Borders UK leitar nú kaupanda að fyrirtækinu en fyrirtækið hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Óttast starfsmenn Borders mjög um störf sín en alls starfa 1.150 manns hjá félaginu.

Borders rekur 45 bókaverslanir víðsvegar um Bretland en sala í bókaverslunum fyrirtækisins hefur dregist verulega saman að undanförnu þar sem neytendur kaupa lesefni í meira mæli á netinu og í matvöruverslunum sem geta boðið bækur á lægra verði.

Hefur fyrirtækið MCR verið skipað tilsjónamaður Borders og herma fregnir að einhverjir hafi sýnt áhuga á að kaupa einstaka verslanir út úr keðjunni.

Talsmaður MCR segir í samtali við AFP fréttastofuna að engri Border verslun hafi verið lokað og engum starfsmanni hafi verið sagt upp.

Ef farið er inn á vef fyrirtækisins  borders.co.uk  kemur fram að fyrirtækið er komið í hendur skiptastjóra.

Borders UK var áður hluti af bandarískri keðju með sama nafni en fyrstu Borders-bókabúðirnar voru opnaðar í Bretlandi árið 1997. Árið 2007 keypti Risk Capital Partners Borders á Írlandi og Bretlandi en í júlí í ár keyptu stjórnendur Borders, með stuðningi frá Valco Capital verslanir Borders í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK