60 milljarða afgangur af vöruskiptum

Sjávarafurðir eru nú 44,5% alls útflutnings.
Sjávarafurðir eru nú 44,5% alls útflutnings.

Afgangur af vöruskiptum fyrstu 10 mánuði ársins nam 59,7 milljörðum króna en á sama tímabili árið 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 47,1 milljarð á sama gengi.

Staðfestar tölu frá Hagstofu Íslands sýna, að í október voru fluttar út vörur fyrir 46,9 milljarða króna og inn fyrir 30,5 milljarða króna. Vöruskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 16,4 milljarða króna og er þetta í samræmi við bráðabirgðatölur, sem birtar voru í byrjun nóvember. Í október 2008 voru vöruskiptin hagstæð um 13,2 milljarða króna á sama gengi. 

Fyrstu tíu mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 388,2 milljarða króna en inn fyrir 328,5 milljarða króna. Fyrstu tíu mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruútflutnings 135,9 milljörðum eða 25,9% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður.

Sjávarafurðir voru 44,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 8,8% minna en á sama tíma árið áður.  Útfluttar iðnaðarvörur voru 49,8% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 28,7% minna en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls, en einnig var samdráttur í útflutningi á skipum og flugvélum og á útflutningi sjávarafurða. 

Fyrstu tíu mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruinnflutnings 242,6 milljörðum eða 42,5% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Samdráttur varð í innflutningi nær allra liða innflutnings, mest í hrá- og rekstrarvöru, flutningatækjum og fjárfestingavöru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK