Fimm tilboð í Steypustöðina

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur borist fimm skuldbindandi tilboð með fyrirvörum í nýtt hlutafé Steypustöðvarinnar ehf. Glitnir yfirtók Steypustöðina sumarið 2008 þegar félagið fór í þrot og er hún að fullu í eigu dótturfélags Íslandsbanka, Miðengi. Steypustöðin skipti um nafn fyrir ári síðan en hún hét um tíma Steypustöðin MEST. Steypustöðin var starfrækt undir nafni Steypustöðvarinnar, óslitið í tæpa sex áratugi.

Tilboðin voru opnuð í gær í viðurvist Sigurðar Páls Haukssonar, löggilts endurskoðanda, sem var tilnefndur sem óháður matsaðili og samþykktur af öllum bjóðendum, að því er segir í tilkynningu.

Þeim þremur tilboðsgjöfum sem áttu hæstu tilboðin, verður gefinn kostur á áframhaldandi þátttöku í söluferlinu og veittur aðgangur að nánari upplýsingum um starfsemi og fjárhag fyrirtækisins. Endanlegum tilboðum án fyrirvara ber að skila í síðasta lagi miðvikudaginn 16. desember 2009, fyrir kl. 16:00.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK