Bjarni vill 130 milljónir

Bjarni Ármannsson, var forstjóri Glitnis til ársins 2007.
Bjarni Ármannsson, var forstjóri Glitnis til ársins 2007. mbl.is/Brynjar Gauti

Félag í eigu Bjarna Ármannssonar lýsir tæplega 130 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Þetta kemur fram í kröfuskrá bankans sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Félag í eigu Bjarna, Sjávarsýn ehf., lýsir almennri kröfu í þrotabúið. Í gær hafðu Morgunblaðið heimildir fyrir því að félag í eigu Bjarna hefði lýst kröfu í þrotabú bankans. Það er nú endanlega staðfest eins og lesa má í kröfuskránni.

Bjarni var í gær inntur eftir því á hvaða rökum krafan væri reist, en hann vildi ekki tjá sig um það mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK