Martröð Toyota versnar enn

Þriðja kynslóð Prius
Þriðja kynslóð Prius Reuters

Það blæs ekki byrlega fyrir japanska bílaframleiðandann Toyota Motor. Í síðustu viku varð fyrirtækið að innkalla bifreiðar í milljóna vís vegna vandamála í bensíngjöf. Í gær tók martröðin á sig nýja mynd - tugir kvartana bárust vegna vandræða í hemlabúnaði Prius bifreiða í Norður-Ameríku og Japan.

Toyota hefur lagt mikið undir í markaðssetningu á tvinnbílnum Prius og efasemdir nú um öryggismál bílsins geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir fyrirtækið.

Að sögn talsmanns Toyota, Mieko Iwasaki, er verið að fara yfir kvartanir sem borist hafa frá umboðsmönnum Toyota í Norður-Ameríku og Japan.  Hún segir að meðal þeirra bifreiða sem nú sé kvartað yfir sé nýja gerðin af Prius sem kynnt var til sögunnar í fyrra.

Samkvæmt upplýsingum úr japanska samgönguráðuneytinu bárust 13 kvartanir vegna hemlabúnaðar í Prius í nýliðnum mánuði til ráðuneytisins.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK