Framleiddi ál fyrir 200 milljónir á dag

Alcoa Fjarðaál framleiddi ál fyrir 74 milljarða á síðasta ári.
Alcoa Fjarðaál framleiddi ál fyrir 74 milljarða á síðasta ári. Árvakur/ÞÖK

Verðmæti áls sem Alcoa Fjarðaál flutt út á síðasta ári nam tæplega 600 milljónum bandaríkjadala, sem jafngildir um 74 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Flutt voru út rúmlega 349 þúsund tonn af hreinu áli, álblöndum og álvírum. Verðmæti útflutnings Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam því rúmlega 1,4 milljörðum króna á viku, eða rúmlega 200 milljónum króna á dag.

Fyrir hvert tonn af áli fengust að meðaltali 1.708 bandaríkjadalir, eða um 210.000 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Álverð sveiflaðist mjög mikið á árinu. Viðmiðunarverð á markaði (LME) fór niður fyrir 1.300 dali í upphafi árs en í lok ársins var það komið yfir 2.300 dali.

Í frétt frá Alcoa Fjarðaáli segir að á árinu hafi verið unnið að framleiðsluaukningu í álverinu með því að auka rafstrauminn sem leiddur er í gegnum kerin. Straumurinn var um áramótin kominn upp í 380 kílóamper, sem er hæsti straumur sem þekkist í álverum með sambærilega tækni.  Álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls var tæplega 3.000 tonnum meiri en áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir, eða  rúmlega 349 þúsund tonn. Að meðaltali voru framleidd tæp 3 tonn af áli í hverju keri á dag.  Skýringin á aukinni framleiðslu er fyrst og fremst bætt straumnýtni sem er með því besta sem gerist í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK