Stofna sameiginlegan sjóð innistæðutryggjenda

Breyta á kerfi innistæðutrygginga í Evrópu.
Breyta á kerfi innistæðutrygginga í Evrópu. Reuters

Framkvæmdastjórn ESB stefnir að því að leggja fram tillögu næsta sumar um breytingar á reglum um innistæðutryggingar. Gert er ráð fyrir að komið verði á fót sameiginlegum sjóði. Verði tillagan samþykkt er komið í veg fyrir að deilur eins og Icesave-deilan geti komið upp.

Haft er eftir Michel Barnier, sem fer með málefni innri markaðar innan framkvæmdastjórnarinnar á vefnum Europolitics, að tillagan feli í sér að stofnaður verði sameiginlegur innistæðutryggingasjóður fyrir alla banka í Evrópu. Samkvæmt núverandi kerfi er hvert land skuldbundið til að koma á fót tryggingasjóði. Barnier segir að sameiginlegur innistæðutryggingasjóður myndi koma í veg fyrir lagalegan ágreining eins og hafi orðið í kjölfar fjármálakreppunnar.

Barnier vildi ekki staðfesta frétt í Financial Times Deutschland að bönkunum verði gert, þegar fram í sækir, að greiða 2% af innlánum í sjóðinn. Það myndi hafa veruleg áhrif á framtíðarhagnað bankanna.

Í mars á síðasta ári var reglum breytt á þann veg að evrópskum bönkum var gert að greiða meira í tryggingasjóðina. Nú undirbýr framkvæmdastjórn ESB hins vegar tillögur sem gerbreyta kerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK