Fluttu 101 Hótel á eigin nöfn

Skilanefnd Landsbankans er með sjö milljóna dollara veð á húsinu
Skilanefnd Landsbankans er með sjö milljóna dollara veð á húsinu mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðbönd upp á rúmlega milljarð króna hvíla á 101 Hótelinu á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Eigendur þess, Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, hafa fært eignina á eigin nöfn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

101 Hótel, sem stendur að horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu, var áður skráð á fyrirtækið IP Studium en hótelið er nú í jafnri eigu þeirra Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Pálmadóttur og eru þau hvor um sig með 50 prósent hlut, að því er fram kemur í veðbandayfirliti fasteignarinnar.

Áhvílandi á fasteigninni núna er tryggingarbréf frá Landsbankanum upp á 7 milljónir Bandaríkjadala. Tilurð tryggingabréfsins má rekja til þess að Jón Ásgeir veðsetti lúxusíbúðir sínar í New York án vitneskju skilanefndar Landsbankans en bankinn fjármagnaði kaupin á þeim árið 2007.

Því gerði skilanefndin þá kröfu í júní á síðasta ári að tryggingarbréfið yrði fært á hótelið til að bæta tryggingastöðu sína. Auk þess hvílir á hótelinu veðskuldabréf upp á 350 milljónir frá Arion banka. Það eru því veðbönd alls upp á rúmlega 1,3 milljarða króna sem hvíla á fasteigninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK