Sambíóin í Egilshöll

Skrifað undir samninginn um síðustu helgi
Skrifað undir samninginn um síðustu helgi

Sambíóin/Kringlubíó og Kvikmyndahöllin ehf. hafa skrifað undir samning til 30 ára um leigu á húsnæði undir kvikmyndahús í Egilshöll.  Í leigusamningnum felst að Kvikmyndahöllin lýkur við byggingu kvikmyndahússins sem staðið hefur hálfklárað frá haustinu 2008. Sambíóin hafa á móti skuldbundið sig til að hefja rekstur fjögurra sala kvikmyndahúss eigi síðar en í desember 2010.

Kvikmyndahöllin ehf. er félag í eigu Regins ehf., dótturfélags Landsbankans. Félagið var stofnað til að annast uppbyggingu og eignarhald á kvikmyndahúsinu. Auk kvikmyndahússins í Egilshöll mun Reginn eignast öll mannvirki og starfsemi sem undir Egilshöll heyrir. Vonir standa til að hægt verði að setja fasteignir og allan rekstur í sölu í byrjun árs 2011. 

Fram kemur í tilkynningu, að bíóið í Egilshöll verði með fjórum sölum sem allir verði búnir fyrsta flokks aðstöðu. Bíósalir verða á annarri hæð hússins, á jarðhæð verður miða- og sælgætissala. Nýtt anddyri að Egilshöll verður sameiginlegt með annarri starfsemi hússins.

Samhliða framkvæmdum við bíóhús verður lokið við lóðaframkvæmdir umhverfis húsið sem og að fullgera bílastæði.

Sambíóin í Egilshöll verður meðal fyrstu kvikmyndahúsa í Evrópu þar sem allir salir eru búnir  Digital 3D tækni og margar aðrar nýungar verða kynntar þegar kvikmyndahúsið verður opnað í haust, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK