Eykt skuldar 44 milljarða

Turninn við Höfðatorg
Turninn við Höfðatorg mbl.is/Golli

Móðurfélag byggingarisans Eyktar og ellefu dótturfélög þess skulduðu samtals 44 milljarða króna í árslok 2008 og eigið fé samstæðunnar var neikvætt um samtals 19,3 milljarða króna. Öll félögin utan Eyktar voru með neikvætt eigið fé. Þetta kemur fram í ársreikningum Holtasels ehf., móðurfélags Eyktar, og dótturfélaganna ellefu fyrir árið 2008.

Fjallað er um málefni Eyktar í grein Þórðar Snæs Júlíussonar í Viðskiptablaðinu í dag.

Þrátt fyrir þetta tekur Eykt þátt í opinberum útboðum. Holtasel er í 100 prósent eigu Péturs Guðmundssonar. Hann er einnig stjórnarformaður Eyktar.

Mestar skuldir eru vegna Höfðatorgs ehf., eignarhaldsfélags utan um Höfðatorgsbygginguna við Borgartún, en það félag tapaði tæpum tíu milljörðum króna á árinu 2008. Íslandsbanki er aðalviðskiptabanki Eyktarsamstæðunnar en hinir stóru viðskiptabankarnir eiga líka kröfur á félagið. Íslandsbanki staðfestir að hann sé að vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu Eyktarsamstæðunnar.

Höfðatorg skuldar 19,3 milljarða króna og eigið fé félagsins er neikvætt um 9,8 milljarða króna. Rúmlega tíu milljarðar króna voru á gjalddaga á árinu 2009. Í ársreikningnum kemur þó fram að ekki verði séð „að leigutekjur félagsins dugi til greiðslu vaxta og afborgana í framtíðinni.“

Pétur Guðmundsson, eigandi Holtasels ehf., segir í Viðskiptablaðinu stöðu félagsins og dótturfélaga þess vera fína. Verið sé að vinna að þeim málum sem þurfi að vinna að með viðskiptabanka samsteypunnar. Hann hefur ekki áhyggjur af stöðunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK