Volvo í kínverska eigu

Gengið hefur verið frá kaupum kínverska félagsins Zhejiang Geely Holding á sænska bílaframleiðandanum Volvo. Hefur verið rætt um kaup félagsins á Volvo frá því á síðasta ári en Ford Motor, móðurfélag Volvo, hefur átt í viðræðum við Geely frá því í október.

Mjög náin tengsl eru milli Volvo-verksmiðjanna og móðurfélagsins, en Ford framleiðir m.a. vélar og aðra stóra íhluti í Volvo-bíla. Hafa sumir áhyggjur af því að kínverska félagið muni misnota þessi tengsl til að afla sér þekkingar á framleiðslu og framleiðsluaðferðum Volvo og Ford.

Volvo S60
Volvo S60 Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK