Aðrsemi eiginfjár 30% hjá Íslandsbanka

Tæplega 24 milljarða króna hagnaður var af rekstri Íslandsbanka í fyrra eftir skatta og fjármagnsliði. Arðsemi eiginfjár nam 30% á rekstrarárinu. Hreinar fjármunatekjur voru um 11 milljarða og eru þær komið vegna gengishagnaðar fyrstu mánuði ársins 2009. 

Hreinar vaxtatekjur í fyrra námu 32 milljarða króna. Hluti af þessum tekjum eru tilkomnar vegna verðtryggðra eigna umfram verðtryggðar skuldir.  Hreinar þóknanatekjur námu 7,1 milljarði.

Hreinar fjármunatekjur námu alls 11,1 milljarði króna. Bankinn segir þær að mestu leyti tilkomnar vegna gengishagnaðar á fyrri hluta ársins sem síðan er að stærstum hluta gjaldfærður sem virðisrýrnun vegna skertrar greiðslugetu lántaka með tekjur í íslenskum krónum en lán í erlendum mynt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK