Eru aftur orðin forrík

Lakshmi Mittal, ríkasti maður Bretlands.
Lakshmi Mittal, ríkasti maður Bretlands. Reuters

Ríkasta fólk Bretlands hefur hrist af sér fjármálakreppuna, sem leiddi til þess að heldur minnkaði í fjárhirslum þess síðari hluta ársins 2008 og fyrri hluta ársins 2009. Nú hafa hlutabréf hækkað aftur, bankar græða sem aldrei fyrr og sjálfstraust fjárfesta hefur stóraukist.

Þetta má lesa út úr nýjum lista breska blaðsins Sunday Times yfir þá ríkustu á Bretlandseyjum. Eignir 1000 ríkasta fólks Bretlands hafa vaxið um 29,9% milli ára og nema nú 335,5 milljörðum punda, jafnvirði  66.500 milljörðum króna. Er þetta mesti ársvöxtur í 22 ára sögu auðæfalista Sunday Times. 

Ríkastur en indverski stálkóngurinn Lakshimi Mittal. Fyrir ári hafði gengi hlutabréfa fyrirtækis hans, ArcelorMittal, lækkað mikið og eignir hans voru metnar á 10,8 milljarða punda. Nú hafa hlutabréfin tekið við sér og eignir hans eru metnar á 22,45 milljarða punda, jafnvirði 4445 milljarða króna. 

Sunday Times segir, að helsta fórnarlamb fjármálakreppunnar sé ef til vill Simon Halabi, sem auðgaðist á fasteignaviðskiptum og árið 2008 voru eignir hans metnar á 2 milljarða punda. Fyrr í apríl var Halabi úrskurðaður gjaldþrota vegna 56,3 milljóna punda láns, sem hann fékk hjá Kaupþingi í Bretlandi og skilanefnd bankans gjaldfelldi.

Ríkasta fólk Bretlands að mati Sunday Times:

  1. Lakshami Mittan og fjölskylda, 22,4 milljarðar punda 109% aukning
  2. Roman Abramóvítsj, 7,4 milljarðar punda, 6% aukning
  3. Hertoginn af Westminster, 6,7 milljarðar punda, 4% aukning
  4. Ernesto og Kirsty Bertarelli, 5,9 milljarðar punda, 19% aukning
  5. David og Simon Reuben, 5,5 milljarðar punda, 121% aukning
  6. Alisher Usmanov, 4,7 milljarðar punda, 213% aukning
  7. Galen og George Weston og fjölskynda, 4,5 milljarðar, óreytt
  8. Charlene og Michel de Carvalho, 4,4 milljarðar, 49% aukning
  9. Sir Philip og lafði Green, 4,1 milljarður punda, 7% aukning
  10. Anil Agarwal, 4,1 milljarður punda, 583% aukning. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK