Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar enn

Verð á hráolíu hækkaði umtalsvert í dag í kjölfar fregna af bættu efnahagsástandi í stærsta hagkerfi heims, Bandaríkjunum. Í New York hækkaði verð á hráolíu til afhendingar í júní um 98 sent og er 86,15 dalir tunnan. Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 54 sent og er 87,44 dalir tunnan.

Bandaríska hagkerfið óx um 3,2% á ársgrundvelli á fyrstu þremur mánuðum ársins, að sögn bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Er þetta í samræmi við væntingar sérfræðinga sem höfðu spáð 3,3% hagvexti. Vöxturinn skýrist bæði af aukinni einkaneyslu og útflutningi. Á móti kom hins vegar aukinn innflutningur og samdráttur í eyðslu hins opinbera.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK