Stein Bagger segist vera siðblindur

Stein Bagger.
Stein Bagger.

Stein Bagger, sem á síðasta ári var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir stórfelld fjársvik, segist í viðtali við danska ríkisútvarpið vera siðblindur lygari. „Þegar maður hefur logið svo miklu þá verður einskonar umbreyting," er haft eftir Bagger.

Danska sjónvarpið DR1 ætlar á morgun að sýna þátt sem nefnist:  Stein Bagger -Er hægt að treysta lygara? Bagger stýrði fyrirtækinu IT Factory, sem talið var í fremstu röð upplýsingatæknifyrirtækja í Danmörku en reyndist byggt á fjársvikum forstjórans.   

Á síðasta ári játaði Bagger að hafa svikið 862 milljónir danskra króna, jafnvirði 19 milljarða íslenskra króna, út úr fyrirtækinu. 

Bagger segist í sjónvarpsþættinum hafa leiðst út á þessa braut vegna þess að hann þráði viðurkenningu. Hann vildi einkum sanna sig fyrir Asger Jensby, stjórnarformanni IT Factory sem var virtur maður í dönsku viðskiptalífi. Síðan hafi svikið undið upp á sig og loks átti Bagger erfitt með að greina á milli raunveruleikans og þess ímyndaða heims, sem hann hafði búið til.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK