Olíuverð á niðurleið

Það gengur oft á ýmsu á NYMEX markaðnum í New …
Það gengur oft á ýmsu á NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Verð á hráolíu hefur lækkað í nótt og í morgun í rafrænum viðskiptum á mörkuðum í Asíu. Fór það lægst í 69,82 dali tunnan á NYMEX markaðnum í New York og má rekja lækkun á olíuverði til lækkunar evru gagnvart Bandaríkjadal en öll olíuviðskipti fara fram í Bandaríkjadölum.

Verð á hráolíu til afhendingar í júní hækkaði lítillega þegar líða tók á morguninn og er nú 70,05 dalir tunnan sem er 1,56 dala lækkun frá því á föstudagskvöldið.

Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í júlí lækkaði um 1,38 dali og er 76,55 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK