Arðsemiskrafan endurskoðuð

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, telur rétt að skoða hvort arðsemiskrafa lífeyrissjóða sé of þröngt skilgreind. Á aðalfundi Landsambands lífeyrissjóða í dag sagði hann í ávarpi sínu að hugsanlega eigi að taka samfélagslegan ágóða inn í reikninginn þegar arðsemi fjárfestinga lífeyrissjóða er metin.

Gagnrýndi hann lífeyrissjóðina fyrir skort á frumkvæði í fjárfestingum. Sagði hann að lífeyrissjóðirnir geti gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu samfélagsins í kjölfar bankahrunsins. Það væri siðferðileg skylda þeirra en væri einnig hagkvæmt fyrir sjóðina að byggja þar með upp umhverfi þar sem hægt er að ávaxta fé þeirra. Steingrímur sagði að staða ríkissjóðs væri mjög erfið, halli væri á rekstri ríkisins og skuldir miklar.

Þetta væri hins vegar ekki aðeins vandi ríkisstjórnar eða stjórnmálamanna. Lífeyrissjóðirnir hafi heitið því að koma til aðstoðar og eru reiðubúnir að koma með fé til framkvæmda. Þeir hafi hins vegar lítið gert og hafa bent á aðgerðaleysi ríkisins hvað varðar framkvæmdir. „Það er ekki hægt að kvarta endalaust undan því að ekki heyrist neitt frá ríkinu. Lífeyrissjóðirnir þurfa að koma fé sínu í verk og eiga að sína frumkvæði í því efni,“ sagði Steingrímur.

Lítið lagt fyrir í góðærinu

Hann sagði að Íslendingar gætu verið þakklátir fyrir að hér sé sterkt lífeyriskerfi, sem byggist á sjóðsöfnun. Aðeins tvö önnur ríki séu með sambærileg kerfi, Holland og Sviss, en í þessum þremur ríkjum er hrein eign lífeyrissjóðakerfisins um 120 prósent af vergri landsframleiðslu.

Þá vék hann að stöðu opinberu lífeyrissjóðanna og sagði mikinn halla á tryggingafræðilegri stöðu þeirra. Skuldbindingar umfram eignir hjá B-deild LSR væru um 350 milljarðar og við það bættust svo skuldbindingar vegna Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga og hjá A-deild sjóðsins. 

„Það er gagnrýnivert hve lítið var greitt inn á þennan framtíðarreikning meðan á góðærinu stjóð. Vissulega voru myndarlegar inngreiðslur árin 2000 og 2001, en það er sorglegt að sjá hve lítið var lagt inn á reikninginn á uppgangstímanum. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK