Féfletti fræga og ríka fólkið

Uma Thurman er meðal fórnarlamba svikamyllu Starr
Uma Thurman er meðal fórnarlamba svikamyllu Starr AP

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur ákært fyrrum fjármálaráðgjafa fyrir að hafa stýrt svikamyllu þar sem hann hafði tugi milljóna Bandaríkjadala út úr fjárfestum. Sonur fjármálaráðgjafans var einnig ákærður í málinu.

Kenneth Starr, forstjóri Starr Investment Advisors, er ákærður fyrir að hafa haft 30 milljónir dala, tæpa fjóra milljarða króna, af fjárfestum í gegnum svikamyllu sína. Meðal fórnarlamba Starr er fyrrum stjórnandi vogunarsjóðs,  ljósmyndarinn Annie Leibovitz, leikkonan Uma Thurman og leikstjórinn Martin Scorsese.

Sonur Starr, Andrew Stein, er ákærður fyrir tilraun til þess að hylma yfir svikamyllina með fölsun gagna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK