Trúverðugleiki tilkynninga Seðlabanka beið hnekki

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Golli

Greining Íslandsbanka segir, að trúverðugleiki tilkynninga Seðlabankans hafi beðið nokkurn hnekki í morgun þegar bankinn tilkynnti að hann hefði selt lífeyrissjóðum skuldabréf sem bankinn keypti af seðlabanka Lúxemborgar. 

„Við Avens-viðskiptin var því haldið fram að ekki stæði til að fara hratt í sölu íbúðabréfanna, og þegar að því kæmi yrði það gert í opnu gegnsæu ferli. Á endanum var þessu hins vegar þveröfugt farið, bréfin seld að 10 dögum liðnum í lokuðu leyniútboði.

Góðar og gildar ástæður virðast raunar vera fyrir þessu, og snúa þær að lagakrókum sem hefðu gert opið útboð illframkvæmanlegt. Óhjákvæmilega munu samt aðilar á markaði verða tortryggnari á slíkar yfirlýsingar Seðlabankamanna á næstunni," segir Greining Íslandsbanka í Morgunkorni sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK