Bankakerfið greiði fyrir tjónið

Pétur Blöndal segir Íslendinga ekki geta skattlagt banka einir.
Pétur Blöndal segir Íslendinga ekki geta skattlagt banka einir. mbl.is/Golli

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa undanfarna daga viðrað hugmyndir um viðbótarskattlagningu á banka.

Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði í umræðum á Alþingi að vilji væri fyrir slíkri skattlagningu innan flokksins.

Magnús Orri Schram, einn fulltrúa Samfylkingar í efnahags- og skattanefnd, tekur í sama streng og segir bankana þurfa að leggja sitt af mörkum við endurreisnina. Hann segir að vinna sé þegar hafin í fjármálaráðuneytinu við mögulega útfærslu slíkrar skattlagningar, og hvernig hún gæti spilað inn í fjárlagagerð næsta árs.

Afkoma bankanna hefur verið með ágætum síðustu misseri, en samanlagður hagnaður þeirra árið 2009 var rúmlega 50 milljarðar króna. NBI kynnti nýlega að hagnaður á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefði verið 8,3 milljarðar króna. Afkomutilkynningar hinna bankanna eru væntanlegar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK