Lækkun úti en hækkun hér

Sáralítill verðmunur er á lítranum af bensíni milli stöðva á …
Sáralítill verðmunur er á lítranum af bensíni milli stöðva á höfuðborgarsvæðinu mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði mikið í dag vegna fregna um að lítið bóli á efnahagsbata vestanhafs þrátt fyrir væntingar um annað. Eldsneytisverð hækkaði hins vegar á Íslandi um 7-8 krónur á lítra hjá öllum olíufélögunum. Kostar lítrinn af bensíni á bilinu 194,10-195,70 krónur á höfuðborgarsvæðinu.

Í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í ágúst um 1,50 dali og er 76,35 dalir tunnan.

Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 2,13 dali og er 76,27 dalir tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK