„Bankaræningjarnir“

Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson
Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Ómar Óskarsson

Farið er óblíðum orðum um Jón Ásgeir Jóhannesson og viðskiptafélaga hans í umfangsmikilli umfjöllun í nýjustu helgarútgáfu norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv. Ber umfjöllunin fyrirsögnina „Bankaræningjar“ og í henni er farið yfir það hvernig Jón Ásgeir byggði upp sitt viðskiptaveldi í samvinnu við ættingja og félaga eins og Jóhannes Jónsson, Pálma Haraldsson og Hannes Smárason.

Styðjast blaðamennirnir að miklu leyti við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og málshöfðanir Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og fleirum.

Í umfjölluninni er mikil áhersla lögð á að segja frá veisluhöldum og gjálífi útrásarvíkinganna, jafnvel eftir að bankarnir voru lagstir á hliðina. Sagt er frá veislum í glæsisnekkjunni Thee Viking í Bandaríkjunum, gríðarlegum hátíðahöldum í Mónakó og dýrum málsverðum hér á landi. En einnig er farið yfir viðskiptahætti Jóns Ásgeirs og félaga, eins og þegar Sterling flugfélagið var selt fram og til baka á milli FL Group og fyrirtækja Pálma Haraldssonar og umfangsmikilla uppkaupa Baugs á breskum verslanakeðjum.

Vitnað er til ummæla breskra athafnamanna um „íslensku leiðina“, sem fólst í því að kaupa fyrirtæki dýrum dómum með lánsfé. Einn á að hafa sagt við félaga sinn: „Þú átt hund og ég á kött. Við verðleggjum dýrin á milljarð dollara hvort um sig. Ég kaupi hundinn af þér og þú köttinn af mér og nú erum við ekki lengur gæludýraeigendur. Nú erum við fjármálamenn með milljarð dala í eigið fé.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK