Heimsmarkaðsverð á olíu enn á niðurleið

Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert að undanförnu
Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert að undanförnu Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu hélt áfram að lækka í viðskiptum í Asíu morgun en það hefur lækkað undanfarna daga.  Segja miðlarar að það megi rekja til atvinnuleysis vestanhafs og meiri olíubirgða heldur en búist var við í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi heims.

Verð á hráolíu til afhendingar í ágúst lækkaði um 78 sent á NYMEX markaðnum í New York og er 74,85 dalir tunnan.

Í Lundúnum hefur Brent Norðursjávarolía lækkað um 59 sent og er 74,42 dalir tunnan. Lækkun varð á báðum mörkuðum í gærkvöldi vegna nýrra fregna um birgðastöðu eldsneytis í Bandaríkjunum og að færri störf hafi orðið til í einkageiranum í Bandaríkjunum í júní heldur en vonir voru um.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK